THORPESCA S.A.S., nýstofnað argentínskt dótturfélag Iceland Seafood Ibérica, hefur undirritað kaupsamning við FOOD ARTS S.A. um kaup á tveimur frystitogurum, ENTRENA UNO og ENTRENA DOS, ásamt tilheyrandi veiðileyfum og sögulegum veiðiréttindum. Heildarkaupverð nemur 5,8 milljónum bandaríkjadala.
Iceland Seafood Ibérica starfar nú þegar í Argentínu í gegnum dótturfélagið Achernar, sem var stofnað árið 2012 og er sjávarafurðafyrirtæki með áherslu á vinnslu og afurðasölu. Eftir kaup Iceland Seafood Ibérica á félaginu árið 2017 hefur það verið stórlega eflt og nútímavætt, sérstaklega vinnslustöðin í Puerto Madryn. Achernar er þekkt fyrir framleiðslu á villtri rækju, sem nýtur mikillar eftirspurnar vegna lits, áferðar og bragðs. Rækjan er veidd í Suður-Atlantshafi og Achernar er eitt fárra fyrirtækja með MSC-vottun (Marine Stewardship Council) fyrir sjálfbærar veiðar á rækju veiddri á Rawson veiðitímabilinu.
Kaupin eru liður í stefnumótun félagsins
Kaupin á þessum tveimur togurum styðja við langtímamarkmið Iceland Seafood Ibérica, einkum með því að styrkja starfsemi félagsins í Argentínu og auka breidd í framboði á argentínskri rækju. Með þessum fjárfestingum nýtir félagið yfirgripsmikla reynslu sína af landfrystri villtri rækju og eykur aðgang að sjófrystri rækju, hágæðavöru með hærra markaðsvirði.
Eignarhald á togurunum veitir beint aðgengi að hráefni og stuðlar að lóðréttri samþættingu í virðiskeðju villtrar rækju. Það styrkir aðfangakeðjuna, styður við núverandi landvinnslu og opnar nýjar leiðir til sölu á verðmætari sjófrystum afurðum.
Get the latest news
delivered to your inbox
Sign up for The Manila Times newsletters
By signing up with an email address, I acknowledge that I have read and agree to the Terms of Service and Privacy Policy.
Þessi kaup eru hluti af stefnumótunarverkefnum Iceland Seafood International (ISI) sem samþykkt voru árið 2024, þar sem áhersla er lögð á markvissar fjárfestingar í Argentínu til að styrkja stöðu samstæðunnar og núverandi starfsemi á svæðinu.
Kaupin marka mikilvægt skref í að efla rekstrargetu Iceland Seafood Ibérica, samþættingu í aðfangakeðju og samkeppnisstöðu félagsins á alþjóðlegum rækjumarkaði.
Frekari upplýsingar:
Iceland Seafood International hf.http://www.icelandseafood.com/Investors
Ægir Páll Friðbertsson - [email protected]